Sumir þekkja fólk og sumir þekkja ekki fólk. Í hnédjúpri moldarholu í gömlum kirkjugarði standa tveir grafarar og spjalla um Jónatan jeminn, ævi hans og ástir allt til þess að hann braut sextugan hálsinn á bjórkassa. Annar grefur meðan hinn segir svakasögur af öllu því fólki sem þekkti Jónatan sáluga jeminn. Var honum sálgað eða dó hann af sleipum slysförum?